Plánetustígur á Breiðdalsvík
Sævar Helgi Bragason
02. ágú. 2015
Fréttir
Hinn 6. júlí síðastliðinn var plánetustígur formlega opnaður á Breiðdalsvík. Stígurinn er samstarfsverkefni Breiðdalsseturs og Grunnskóla Breiðdalshrepps.
Þar sem pláneturnar eru nokkuð viðkvæmar og gætu skemmst í íslenska vetrinum verða skiltin tekin niður í kringum 1. október en settar upp aftur næsta sumar. Martin Gasser, jarðfræðingur og starfsmaður Breiðdalsseturs, málaði kúlurnar. Annan plánetustíg er að finna á Höfn í Hornafirði en Náttúrustofa Suðausturlands setti hann upp árið 2014.
|
Plánetustígurinn á Breiðdalsvík er 1,6 km langur. Sólin er 42cm á breidd og Jörðin þá tæplega 4mm á breidd í um 45 metra fjarlægð frá henni.
|
|
Innra sólkerfið við Breiðdalssetur í Breiðdalsvík.
|
|
Sólin er 42 cm á breidd.
|
|
Jörðin á plánetustígnum á Breiðdalsvík.
|
|
Mars er aðeins tæplega 2mm á plánetustígnum á Breiðdalsvík.
|
|
Gasrisinn Júpíter
|
Við óskum aðstandendum verkefnisins og Breiðdælingum til hamingju með þetta frábæra verkefni!
Plánetustígur á Breiðdalsvík
Sævar Helgi Bragason 02. ágú. 2015 Fréttir
Hinn 6. júlí síðastliðinn var plánetustígur formlega opnaður á Breiðdalsvík. Stígurinn er samstarfsverkefni Breiðdalsseturs og Grunnskóla Breiðdalshrepps.
Þar sem pláneturnar eru nokkuð viðkvæmar og gætu skemmst í íslenska vetrinum verða skiltin tekin niður í kringum 1. október en settar upp aftur næsta sumar. Martin Gasser, jarðfræðingur og starfsmaður Breiðdalsseturs, málaði kúlurnar. Annan plánetustíg er að finna á Höfn í Hornafirði en Náttúrustofa Suðausturlands setti hann upp árið 2014.
Við óskum aðstandendum verkefnisins og Breiðdælingum til hamingju með þetta frábæra verkefni!