Sólmyrkvi 2015

Sólmyrkvagleraugu

  • Sólmyrkvagleraugu eru ein öruggasta leiðin til að fylgjast með sólmyrkvum
    Sólmyrkvagleraugu eru ein öruggasta leiðin til að fylgjast með sólmyrkvum

Sólmyrkvagleraugu eru sérstök gleraugu úr pappír eða plasti með sólarsíufilmu fyrir augunum sem gera þau örugg til að skoða sólina og fylgjast með sólmyrkvum. 

Sólmyrkvagleraugu fást hjá solmyrkvagleraugu.is.

Í tilefni deildarmyrkvans á sólu 20. mars árið 2015 færðu Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness, Stjörnufræðivefurinn og Hótel Rangá, öllum grunnskólanemendum á Íslandi sólmyrkvagleraugu að gjöf svo hver nemandi og kennari gæti fylgst með myrkvanum. Þetta verkefni er einstakt á heimsvísu.

Að horfa á sólina án viðeigandi hlífðarbúnaðar getur valdið varanlegum augnskaða og blindu í verstu tilvikum.

Sölustaðir

  • Verslanir Pennans/Eymundsson um land allt (gleraugun ættu að skila sér í allar verslanir um helgina eða strax eftir helgi)

  • Tölvun - Vestmannaeyjum

  • The Viking - Akureyri

  • Hótel Bláfell - Breiðdalsvík (berst í kaupfélagið eftir helgi)

  • Húsavík Cape Hotel - Húsavík

  • Hótel Rangá

Af hverju sólmyrkvagleraugu?

Sólmyrkvagleraugun eru úr hágæða silfurhúðaðri sólarfilmu sem síar burt skaðlega innrauða geisla og útfjólubátt ljós. Þau hleypa aðeins hundrað þúsunda hluta af sýnilega sólarljósinu í gegn svo öruggt er að skoða sólina með berum augum. Venjuleg sólgleraugu duga ekki til því þau hleypa of miklu ljósi í gegn (sólin er alltof björt) og einnig skaðlegum geislum.

Alls ekki nota 3D gleraugu eða venjuleg sólgleraugu!!

Gleraugun eru framleidd í Þýskalandi samkvæmt ströngustu öryggisstöðlum. Filmurnar í gleraugunum eru fjölhúðaðar og því rispuþolnar en mikilvægt er að fara vel með þær. Gleraugun má alls ekki nota með öðrum sjóntækjum, hvorki handsjónaukum né stjörnusjónaukum.

Á bakhlið gleraugnanna eru notkunarleiðbeiningar á íslensku og ensku. Gleraugun eru ekki einnota og má nota hvenær sem er til að skoða stóra sólbletti og aðra sólmyrkva. Á næstu árum verða nokkrir deildarmyrkvar þar sem gleraugun munu koma að góðu gagni. Geymið því sólmyrkvagleraugun.

Sólmyrkvagleraugu frá Baader með íslenskum leiðbeiningum


- Sævar Helgi Bragason