Stjörnuskífa fyrir Ísland

Hér að neðan er hægt að ná í stjörnuskífu sem sýnir stjörnuhimininn yfir Íslandi ásamt leiðbeiningum.

Leiðbeiningar um samsetningu skífunnar:

  • Klippið út skífuna.
  • Klippið út vasann eftir breiðu línunum (út að brún blaðsins).
  • Brjótið saman vasann (eftir brotalínunum) í réttri röð. Brot 3 á að koma utan um brot 2.
  • Heftið saman vasann fyrir skífuna (þar sem stendur „Hefta“).

Stingið skífunni í vasann. Hún er nú tlibúin fyrir stjörnuskoðunina. Til þess að nota hana þurfið þið að stilla saman rétta dagsetningu og tíma.

Aðrar útgáfur af stjörnuskífunni er að finna á vefsíðunni http://lawrencehallofscience.org/starclock/skywheel.html