Endurjónun
(e. reionization)
Um það bil 400.000 árum eftir Miklahvell (rauðvik z = 1.100) varð fyrsta breytingin á vetni í alheiminum. Þetta er svonefnd skilnaðarstund og markar það skeið í sögu alheims þegar efnisskeiðið tók við af geislunarskeiðinu. Þá hafði gasið í alheiminum kólnað nóg til þess að rafeindir og róteindir gætu bundist og myndað óhlaðin vetnisatóm.