Ljósafl

Ljósafl er tengt alrófsbirtustigi stjörnu (Mbol), samkvæmt jöfnunni

Mbol – 4,72 = 2,5 log(L/Lsól)

Ljósafl björtustu reginrisa getur verið meira en milljónfalt ljósafl sólar, en daufustu rauðu dvergstjörnurnar geta verið milljón sinnum daufari en sólin.

Ljósafl sólar sveiflast lotubundið um 0,1% vegna ellefu ára sólblettasveiflunnar. Að sama skapi sveiflast ljósafl annarra stjarna lotubundið, ýmist vegna sólbletta eða mismikils orkuflæðis frá yfirborðinu.

Tengt efni

Hvernig vitna skal í þessa grein

  • Sævar Helgi Bragason (2010). Ljósafl. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/alheimurinn/ljosafl (sótt: DAGSETNING).