MPG/ESO sjónaukinn
Samtök: | European Southern Observatory |
Staðsetning: |
La Silla stjörnustöðin í Chile |
Tegund: |
Ritchey-Chrétien |
Bylgjulengd: |
Sýnilegt og nær-innrautt ljós |
Þvermál: |
2,20 metrar |
Heimasíða: |
MPG/ESO 2.2m Telescope |
2,2 metra MPG/ESO sjónaukinn hefur verið í notkun á La Silla síðan snemma árs 1984. Hann er á ótímabundnu láni til ESO frá Max Planck stofnunni í Þýskalandi. Notkun sjónaukans deilist því milli Max Planck stofnunarinnar og ESO en rekstur og viðhald er í höndum ESO.[1]
Á sjónaukanum er meðal annars 67 megapixla myndavél, Wide Field Imager, sem hefur álíka vítt sjónsvið og sem nemur breidd fulls tungls á himinhvolfinu[2] og hefur tekið fjölmargar glæsilegar myndir af fyrirbærum himins.
Af öðrum mælitækjum er vert að nefna GROND (Gamma-Ray Burst Optical/Near-Infrared Detector) sem greinir glæður gammablossa[3] og FEROS (Fiber-fed Extended Range Optical Spectrograph) sem er litrófsriti með mikla upplausn og er notaður til að gera nákvæmar litrófsmælingar á stjörnum.
Í nóvember árið 2010 tilkynntu evrópskir stjörnufræðingar um uppgötvun á fjarreikistjönu á braut um stjörnu sem barst úr annarri vetrarbraut í Vetrarbrautina okkar. Reikistjarnan nefnist HIP 13044 b og fannst þegar stjörnufræðingar mældu hárfínt vagg móðurstjörnunnar sem orsakast af þyngdaráhrifum reikistjörnunnar á stjörnuna. Hópurinn gerði þessar nákvæmu mælingar með FEROS litrófsritanum á MPG/ESO sjónaukanum í La Silla stjörnustöð ESO í Chile.[4]
Myndasafn
Póstkort utan úr geimnum?
|
||
Fögur endurskinsþoka
|
||
Tilþrifamikil stjörnumyndun
|
Tengt efni
- European Southern Observatory
- La Silla stjörnustöðin
Tilvísanir
- „La Silla - Fyrsta stjörnustöð ESO“ Sótt 8.6.2011
- „WFI - Wide Field Imager “ Sótt 4.6.2011
- „GROND Takes Off “ Sótt 4.6.2011
- „Reikistjarna úr annarri vetrarbraut uppgötvuð“ Sótt 8.6.2011
Hvernig vitna skal í þessa grein
-
Sævar Helgi Bragason (2011). MPG/ESO sjónaukinn. Stjörnufræðivefurinn http://www.stjornuskodun.is/alheimurinn/rannsoknir/mpg-eso-sjonaukinn sótt (DAGSETNING)