Unglingastig grunnskóla

Upplýsingar um stjörnuskoðun

Á Stjörnufræðivefnum eru ýmsar gagnlegar upplýsingar um stjörnuskoðun:


Dagbók stjörnufræðikennara

Sverrir Guðmundsson heldur dagbók yfir kennslu í stjörnufræði við Menntaskólann í Reykjavík veturinn 2013-2014. Kennsluhugmyndirnar ættu að gagnast á ýmsum skólastigum (miðstigi, unglingastigi og framhaldsskólastigi). Kennarar mega nota og breyta öllu því efni sem birtist í dagbókinni.


Námsefni sem tengist Galileósjónaukanum og stjörnuskoðun

Í tengslum við Ár stjörnufræðinnar 2009 þá gaf Stjörnufræðivefurinn öllum grunnskólum á Íslandi stjörnusjónauka. Hann gekk undir nafninu Galileósjónaukinn til heiðurs Galileó Galilei sem beindi sjónauka til himins 400 árum fyrr (1609) og var fyrstur til þess að nota þessa nýju uppfinningu í stjörnufræði og skrifa um það í ritum sem bárust um alla Evrópu.

Á Stjörnufræðivefnum er sérstök vefsíða sem er helguð Galileósjónaukanum og þar er einnig að finna ýmsar ábendingar og verkefni sem tengjast stjörnuskoðun.


Kennsluhugmyndir: Sólkerfið

Á þessari vefsíðu eru ýmsar hugmyndir um hvernig hægt er að vinna með sólkerfið í heild og reikistjörnurnar. Eitt dæmi er að setja upp líkan af reikistjörnunum í svonefndu „sólkerfisrölti“.


Alþjóðlegar stjörnutalningar á haustin og vorin

Á haustin og vorin býðst nemendum og almenningi að taka þátt í alþjóðlegum stjörnutalningum. Þær fara þannig fram að þátttakendur skoða hve margar stjörnur sjást í stjörnumerkjunum Svaninum (haust) og Óríon (vor). Út frá þessum niðurstöðum er hægt að svara spurningunni hvað það sjást margar stjörnur á næturhimninum. Nemendur geta síðan borið niðurstöður sínar saman við niðurstöður annars staðar af landinu og utan úr heimi.


Fróðleikur og verkefni sem tengjast sjávarföllum

Sjávarföllin eru nærtækt dæmi hér á landi um áhrif himintunglanna á umhverfi okkar. Á Stjörnufræðivefnum er grein um sjávarföllin og neðst í henni eru verkefni fyrir nemendur.


Ýmsar vefslóðir sem tengjast stjörnufræði og jarðvísindum

Á vefnum Náttúrutorg er að finna ýmsar vefslóðir sem tengjast náttúrufræðikennslu.


Jarðarboltinn

Haustið 2013 gáfu Stjörnufræðivefurinn og UNAWE verkefnið öllum leik- og grunnskólum á Íslandi Jarðarbolta til að styðja kennslu í stjörnufræði, samfélagsfræði, Á krakkavef Stjörnuskoðunarfélagsins www.geimurinn.is er að finna kennsluefni sem tengist Jarðarboltanum.