Dagbók stjörnufræðikennara – Kennsluvika 10 – haust 2013

Um dagbókina

Hér er sagt frá einni kennsluviku í stjörnufræði við Menntaskólann í Reykjavík veturinn 2013-2014.


Tímatal

Ég sagði frá tímatölum almennt með sérstaka áherslu á vestræn tímatöl, gamla íslenska tímatalið og tímatal múslíma. Sagði einnig frá tímabeltum og sumartíma sem er núna allt árið á Íslandi.


Gróðurhúsaáhrif

Var með örstutta umfjöllun um gróðurhúsaáhrif en þau koma einnig við sögu í umfjöllun um Venus og Mars.


Þáttur um tunglið úr The Planets þáttaröðinni frá BBC

Ég sýndi þátt um tunglið úr The Planets þáttaröðinni frá BBC. Þetta eru mjög góðir þættir sem ég hef séð til sölu í búðum á Íslandi.