Dagbók stjörnufræðikennara – Kennsluvika 10 – vor 2014

Um dagbókina

Hér er sagt frá einni kennsluviku í stjörnufræði við Menntaskólann í Reykjavík veturinn 2013-2014.


Hulduefni

Ég sagði nemendum frá hulduefni (sem við vitum mjög lítið um en getum greint þyngdaráhrifin frá því) og í framhaldinu fjallaði ég um árekstur Vetrarbrautarinnar okkar og Andrómeduvetrarbrautarinnar eftir nokkra milljarða ára.


Nemendur teiknuðu upp vetrarbrautir á skólalóðinni

Í einni kennslustundinni fórum við út í síðari hluta tímans og teiknuðum með krítum upp helstu vetrarbrautir í kringum Vetrarbrautina okkar.