Dagbók stjörnufræðikennara – Kennsluvika 11 – haust 2013
Um dagbókina
Hér er sagt frá einni kennsluviku í stjörnufræði við Menntaskólann í Reykjavík veturinn 2013-2014.
Fyrirlestur um tunglið
Hér að neðan er fyrirlestur um tunglið. Ég geri sífellt meira úr geimferðunum og kapphlaupinu til tunglsins en mín reynsla er sú að nemendum finnst það mjög áhugavert. Komið er inn mikið efni á Stjörnufræðivefnum um Apolló-leiðangrana sem Sævar Helgi Bragason tók saman, en hann hefur einnig verið með útvarpsþætti sem nefnast kapphlaupið til tunglsins.
Verkefni um tunglið
Nemendur leystu verkefni um tunglið í tölvustofu þar sem þeir áttu að skrifa stuttan texta um sjálfvalið örnefni á tunglinu. Ég var með sama verkefni sem heimaverkefni í fyrra.