Dagbók stjörnufræðikennara – Kennsluvika 6 – vor 2014

Um dagbókina

Hér er sagt frá einni kennsluviku í stjörnufræði við Menntaskólann í Reykjavík veturinn 2013-2014.


Cosmos þáttur um endalok stjarna

Fastur liður í umfjöllun um stjörnur og endalok þeirra er að sýna þáttinn „The Lives of The Stars“ í upprunalegu Cosmos-þáttaröðinni.


Ævilok hámassa stjarna

Stjörnur sem eru í upphafi 8-10 sinnum massameiri en sólin enda ævi sína sem sprengistjörnur og mynda svo nifteindastjörnur eða svarthol. Ég fjallaði um endalok þessara stjarna og hvernig þær leika lykilhlutverk í að auðga umhverfi sitt í Vetrarbrautinni með frumefnum sem eru þyngri en vetni og helín.