Glitrandi geimryk
Á heimilum er ryk aðeins til óþæginda en í geimnum gegnir það lykilhlutverki: Það er eitt af hráefnunum sem þarf í nýjar stjörnur og reikistjörnur!
Stjörnufræðingar tala oftast um stjörnur sem stóra gashnetti þótt þær innihaldi líka fullt af ryki. Á þessari fallegu mynd sést mjög rykugt svæði í geimnum sem kallast Kjalarþokan og þar verða stjörnur til. Appelsínugulu skýin eru áberandi og þau eru úr ryki!
Þótt það sé gasið í stjörnunum sem láta þær skína væru þær ekki til án ryksins. Ástæðan er sú að stjörnur myndast á stöðum þar sem efni er nægilega þétt. Og þar kemur rykið til sögunnar því rykið eykur þéttleikann.
Í Kjalarþokunni eru nokkur svæði nógu þétt til þess að þar geti myndast nýjar stjörnur á næstu milljónum ára. Í þokunni eru líka þungar stjörnur sem hjálpa til við stjörnumyndunina.
Þungu stjörnurnar senda frá sér sterka vinda sem blæs efni saman í kekki — ekki ósvipað því þegar lauf safnast saman á vindasömum degi. Sömu stjörnur enda líka ævi sína á ofsafengin hátt: Þær springa sem getur hrundið af stað myndun stjarna.
Skemmtileg staðreynd: Heildarþyngd gass og ryks í Kjalarþokunni er um 140.000 sinnum meiri en sólar. Með öðrum orðum dygði efnið í 140 þúsund sólir!