Krakkafréttir

Gormlaga hringþoka

  • Helix nebula, Gormþokan, NGC 7293
    VISTA sjónauki ESO tók þessa óvenjulegu mynd af Gormþokunni (NGC 7293), hringþoku í um 700 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Litmyndin var búin til úr myndum sem teknar voru í gegnum innrauðar Y, J og K síur. Í innrauðu ljósi sést vel hve víðfeðm þokan er. Mynd: ESO/VISTA/J. Emerson. Þakkir: Cambridge Astronomical Survey Unit.

Á næturhimninum eru fjölmargar hringlaga geimþokum. Á ensku kallast þær plánetuþokur þótt þær eigi ekkert skylt við reikistjörnur. Ástæðan er sú að þegar menn sáu þær fyrst í gegnum stjörnusjónaukana sína, fannst þeim þær líkjast ystu reikistjörnunum, Úranusi og Neptúnusi.

Hringþoka verður til þegar stjarna eins og sólin okkar verður eldsneytislaus. Þá byrjar hún að falla inn í sig og glata ystu lögum sínum sem svífa út í geiminn. Úr verður fallegt blómlaga mynstur, sem minnir stundum á flugeld, í kringum stjörnu sem eitt sinn skein skært eins og sést á þessari nýju mynd.

Hringþokur gefa okkur sem sagt svipmynd inn í framtíðina — við erum að horfa á þau örlög sem bíða sólarinnar. Þegar sólin okkar deyr eftir um það bil 5 milljarða ára (5.000.000.000) verður efni hennar að hringþoku. Kjarninn úr sólinni, þar sem orkan verður til í dag, situr eftir breytist hægt og rólega í hvítan dverg.

Skemmtileg staðreynd: Sumar hringþokur líta út eins og litrík fiðrildi í geimnum!

Þessi frétt er unnin í góðu samstarfi við UNAWE og Space Scoop

UNAWE, Universe Awareness for Young Children Space Scoop