Krakkafréttir

Skrá yfir heimilisföng í geimnum

  • NGC 6357, Stríð og friður þokan
    Very Large Telescope (VLT) ESO hefur tekið nákvæmustu myndina hingað til af hluta glæsilegs stjörnumyndunarsvæðis sem nefnist Stríð og friður þokan (NGC 6357). Á myndinni sést fjöldi heitra, ungra stjarna, glóandi gasský og furðulegar rykmyndanir sem útfjólublátt ljós og stjörnuvindar hafa mótað. Mynd: ESO

Á þessari nýju mynd sést rykslæða sem gengur þvert um miðju gas- og rykskýs í geimnum sem kallast NGC 6357. (En dásamlegt nafn!) Á myndinni sést reyndar aðeins lítill hluti af NGC 6357. Myndin er einstök því hún er sú nákvæmasta sem tekin hefur verið af þessum hluta þokunnar!

„NGC“ í nafni þokunnar stendur fyrir „New General Catalogue“ sem er einskonar skrá yfir heimilisföng í geimnum. Þetta er einn lengsti listi sem stjörnufræðinga eiga yfir fjarlæg fyrirbæri í geimnum. Ástæðan er sú að skráin inniheldur allar gerðir fjarlægra fyrirbæra, eins og vetrarbrautir og geimþokur (eins og þá sem hér sést). Aðrar samskonar skrár geyma oftast lista yfir einhver ákveðin fyrirbæri.

Skemmtileg staðreynd: Í New General Catalogue eru 7.840 geimfyrirbæri!

Þessi frétt er unnin í góðu samstarfi við UNAWE og Space Scoop unawe1233

UNAWE, Universe Awareness for Young Children Space Scoop