Dymbilþokan

20. febrúar

  • Dymbilþokan, Messier 27
    Dymbilþokan, Messier 27. Mynd Sævar Helgi Bragason

Allar stjörnur deyja á endanum. Sumar springa en flestar deyja hægt og rólega með því að varpa frá sér ystu efnislögum sínum út í geiminn. Þannig fer fyrir sólinni okkar og þannig fór fyrir fyrrum stjörnunni sem hér sést. Þetta er Dymbilþokan eða Messier 27 í stjörnumerkinu Litlarefi. Hún er hringþoka, leifar stjörnu.

Mynd: Sævar Helgi Bragason

Ummæli