Innrauð Sverðþoka
20. mars
Sverðþokan í Óríon (M42) er ein allra glæsilegasta geimþoka sem hægt er að skoða í gegnum litla stjörnusjónauka frá Íslandi. Hubble geimsjónauki NASA og ESA tók nýverið nýja mynd af henni í sýnilegu og nær-innrauðu ljósi en með því er hægt að skyggnast inn í þokuna á svæði sem annars eru ógegnsæ. Með myndinni voru stjörnufræðingar að leita að brúnum dvergum og reikistjörnum á flandri. Að auki fannst stjarna sem er að þjóta úr þokunni á 200.000 km hraða á klukkustund.
Mynd: NASA, ESA/Hubble
Ummæli