Juno sér suðurpól Júpíters
13. febrúar
Hinn 2. febrúar 2017 var Juno geimfar NASA í 102.100 km hæð yfir suðurpól Júpíters og tók þá þessa glæsilegu mynd. Á henni sjást einstök smáatriði í stormasömum og hrollköldum lofthjúpnum við suðurpól Júpíters. Stjörnuáhugamaðurinn Roman Tkachenko setti myndina saman úr gögnum frá JunoCam myndavél geimfarsins.
Mynd: NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS/Roman Tkachenko
Ummæli