Kvöldstjarnan Jörð
10. febrúar 2014
Á um tveggja ára fresti birtist plánetan okkar sem kvöld- eða morgunstjarna á himninum yfir Mars. Frá Mars séð er Jörðin eitt bjartasta stjarnfræðilega fyrirbærið á himninum.
Tæpum einum og hálfum klukkutíma eftir sólsetis þann 31. janúar 2014, á 529. degi sínum á Mars, tók Marsjeppinn Curiosity þessa mynd af Jörðinni (og tunglinu) á kvöldhimninum yfir barmi Gale gígsins. Jörðin var þá í um 160 milljón km fjarlægð frá Mars. Bæði Jörðin og tunglið sæjust leikandi með berum augum frá Mars.
Nánari upplýsingar um Curiosity jeppann er að finna hér.
Mynd: NASA/JPL-Caltech/MSSS
Ummæli