Halastjarna vaknar til lífsins

19. maí 2014

  • Halastjarna Roseettu vaknar til lífsins
    Halastjarna Roseettu vaknar til lífsins

Þokukennda fyrirbærið á miðri mynd er halastjarnan 67P/Churyumov-Gerasimenko á ferðalagi sínu um geiminn. Myndin er ein af nokkrum sem teknar voru milli 27. mars og 4. maí 2014 en halastjarnan var þá í stjörnumerkinu Naðurvalda. Vinstra megin á myndinni sést kúluþyrpingin Messier 107.

Evrópska geimfarið Rosetta tók myndirnar á leið sinni til halastjörnunnar en í ágúst hefjast rannsóknir á henni fyrir alvöru. Þá verður halastjarnan næst sólu.

Halastjörnur eru íshnettir. Þegar þær nálgast sólina byrjar ísinn að gufa upp og hjúpur eða haddur myndast í kringum kjarnann. Kjarni 67P/Churyumov-Gerasimenko er aðeins 4 km breiður og sést því ekki á myndinni en hjúpurinn teygði sig 1300 km út í geiminn þegar seinasta myndin var tekin. Halastjarnan var þá meira en 600 milljón km frá sólinni og um 2 milljón í burtu frá Rosetta geimfarinu.

Halastjarna Rosettu vaknar til lífsins
Halastjarnan 67P/Churymov-Gersimenko á ferðalagi um geiminn.

Mynd: ESA/Rosetta/MPS fyrir OSIRIS teymið MPS/UPD/LAM/IAA/SSO/INTA/UPM/DASP/IDA

Ummæli