Hamraveggir á halastjörnu
8. september 2014
Evrópska geimfarið Rosetta hefur hringsólað um halastjörnuna 67P/Churyumov-Gerasimenko í rúman mánuð. Hér sést útsýnið sem geimfarið hafði hinn 5. september úr aðeins 62 kílómetra hæð yfir halastjörnunni. Vinsta megin sést „líkami“ hennar en hægra megin „höfuðið“. Síðar í september verður lendingarstaður Philae kannans valinn úr fimm hugsanlegum lendingarstöðum á þessari sérkennilegu og stórskornu halastjörnu. Upplausnin er 1,1 km/myndeiningu.
Mynd: ESA/Rosetta/MPS fyrir OSIRIS hópinn MPS/UPD/LAM/IAA/SSO/INTA/UPM/DASP/IDA
Ummæli