Harrison Schmitt á tunglinu

6. júlí

  • Harrison Schmitt á tunglinu í Apollo 17
    Harrison Schmitt á tunglinu í Apollo 17

Í desember árið 1972 spígsporuðu menn um tunglið í sjötta og seinasta skipti í bili. Eugene Cernan var leiðangursstjóri Apollo 17 en með honum í för var fyrsti og eini vísindamaðurinn sem gekk á tunglinu, jarðfræðingurinn Harrison Schmitt.

Þeir Cernan og Schmitt dvöldu og störfuðu innan um eldgosamyndanir í Taurus-Littrow dalnum á tunglinu í þrjá daga, lengst allra tunglferðalanga. Á myndinni sést Schmitt við tunglbílinn

Fimmtudaginn 9. júlí 2015 heldur Harrison Schmitt erindi um tunglferði sína og hlutverk Íslands í Apollo í Háskólanum í Reykjavík klukkan 17:00. Fyrirlesturinn er í boði The Exploration Musuem á Húsavík, sendiráðs Bandaríkjanna og Háskólans í Reykjavík. Aðgangur ókeypis og ailir velkomnir.

- - -

Ferðalag til tunglsins og hlutverk Íslands í Apollo — Fyrirlestur tunglfarans Harrison Schmitt
Háskólinn í Reykjavík — 9. júlí 2015 kl. 17:00

Í boði The Exploration Museum, Sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi og Háskólans í Reykjavík

Jarðfræðiferðir Apollo geimfara til Íslands árin 1965 og 1967 voru mikilvægur liður í undirbúningi tunglferðanna. Allir tunglfararnir, sem hingað komu, nutu góðs af þjálfun í íslenskri náttúru sem líktist að sumu leyti eldgosamyndunum á tunglinu.

Í erindi sínu mun Harrison Schmitt fjalla um ferðalag sitt til tunglsins, rannsóknir á yfirborði tunglsins og hlutverk Íslands í þjálfun tunglfaranna.

Harrison Schmit er fæddur árið 1935. Hann býr að fjölþættri reynslu sem jarðfræðingur, flugmaður, geimfari, forstöðumaður, athafnamaður og þingmaður í Bandaríkjunum.

Í lok erindisins mun Schmitt veita viðtöku fyrstu árlegu Leif Erikson Exploration Award á 80 ára afmæli sínu.

Viðburður á Facebook.

Ummæli