Rykhringur Fomalhaut
22. maí 2017
Fomalhaut er ein bjartasta stjarna næturhiminsins. Hún er í 25 ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Suðurfisknum og liggur því vel til athugana. Í kringum hana er sólkerfi að verða til sem sést hér á mynda frá Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA). Hringurinn er ryk sem umlykur stjörnuna og inniheldur sennilegast íshnetti eins og halastjörnur og smástirni. Hringurinn er um 20 milljarða kílómetra frá stjörnunni í miðjunni.
Mynd: ALMA (ESO/NAOJ/NRAO)/L. Matrà/M. A. MacGregor
Ummæli