Furðutunglið Pan

13. mars

  • Pan, tungl Satúrnusar
    Pan, tungl Satúrnusar

Hér sést Pan, eitt örsmárra tungla Satúrnusar, á mynd sem Cassini geimfar NASA tók 7. mars 2017 úr tæplega 25.000 km hæð. Aldrei áður hafa smáatriði sést betur á þessu sérkennilega tungli sem minnir um margt á fljúgandi furðuhlut. Pan er aðeins 14 km á breidd og hringsólar um Satúrnus í Encke-bilinu í hringunum.

Mynd: NASA/JPL-Caltech/Space Science Institute

Ummæli