Þyngdarlinsa Abell 370

8. maí

  • Abell 370, þyngdarlinsa
    Vetrarbrautaþyrpingin Abell 370

Vetrarbrautaþyrpingar eru stærstu einingar alheimsins sem þyngdarkrafturinn bindur saman. Hér sést ein slík: Abell 370. Abell 370 inniheldur svo mikið mikið efni, bæði venjulegt efni og hulduefni, að tímarúmið sjálft aflagast svo að til verður öflug þyngdarlinsa. Þyndarlinsan magnar upp og bjagar myndir af fjarlægari vetrarbrautum fyrir aftan þyrpinguna. Bogadregnu rákirnar á myndinni eru vetrarbrautir í órafjarlægð, langt fyrir aftan Abell 370 sem sjálf er í 6 milljarða ljósára fjarlægð.

Mynd: NASA, ESA/Hubble, HST Frontier Fields

Ummæli