Gagnstaða
Yfirlit
Hnöttur í gagnstöðu:
-
Rís við sólsetur, er í hásuðri á miðnætti og sest við sólarupprás,
-
er því sem næst full upplýstur frá Jörðu séð,
-
er nálægt þeim punkti á braut sinni um sólina sem er nokkurn veginn næstur Jörðinni og liggur hnötturinn þá best við athugun,
-
er á bakhreyfingu á himninum.
Þegar innri reikistjarna er á gagnstæðri hlið sólar (hinu megin sólar) séð frá ytri reikistjörnu, er innri reikistjarnan sögð í ytri samstöðu (e. superior conjunction) við sólina. Innri samstaða (e. inferior conjunction) verður þegar reikistjörnurnar tvær eru í línu sömu megin sólar. Við innri samstöðu er ytri reikistjarnan þá í gagnstöðu við sól séð frá innri reikistjörnunni, eins og skýringarmyndin sýnir.
Tunglið er í gagnstöðu við sólina þegar það er fullt. Þegar tunglið er nákvæmlega í gagnstöðu við sólin verður tunglmyrkvi. Þegar Jörðin er í gagnstöðu við sólina er Jörðin full á himninum yfir næturhlið tunglsins.
Töflur yfir reikistjörnur í gagnstöðu við Jörðina
Mars í gagnstöðu við Jörð
Ár |
Dagsetning |
---|---|
2025 |
16. janúar |
2027 |
19. febrúar |
2029 |
25. mars |
2031 |
4. maí |
2033 |
27. júní |
Júpíter í gagnstöðu við Jörð
Ár |
Dagsetning | Stjörnumerki |
---|---|---|
2023 |
1. nóvember | Hrúturinn |
2024 |
6. desember | Nautið |
2026 |
9. janúar | Tvíburarnir |
2027 |
10. febrúar | Ljónið |
2028 |
13. mars | Meyjan |
2029 |
13. apríl | Meyjan |
2030 |
14. maí | Vogin |
2031 |
16. júní | Naðurvaldi |
2032 |
20. júlí | Bogmaðurinn |
2033 |
15. ágúst | Vatnsberinn |
Satúrnus í gagnstöðu við Jörð
Ár |
Dagsetning |
---|---|
2023 |
27. ágúst |
2024 |
8. september |
2025 |
21. september |
2026 |
4. október |
2027 |
18. október |
2028 |
30. október |
Úranus í gagnstöðu við Jörð
Ár |
Dagsetning |
---|---|
2023 |
13. nóvember |
2024 |
17. nóvember |
2025 |
21. nóvember |
2026 |
25. nóvember |
2027 |
30. nóvember |
2028 |
3. desember |
Neptúnus í gagnstöðu við Jörð
Ár |
Dagsetning |
---|---|
2023 |
19. september |
2024 |
21. september |
2025 |
23. september |
2026 |
26. september |
2027 |
28. september |
2028 |
30. september |
Tengt efni
-
Samstaða og álengd
- Sævar Helgi Bragason