Apollo 18, 19 og 20: Aflýstu leiðangrarnir

Yfirlit

Leiðangur
Lendingarstaður
Apollo 13
Fra Mauro
Apollo 14
Taurus-Littrow
Apollo 15
Censorinus (gígur)
Apollo 16
Descartes (gígur)
Apollo 17
Maríusarhæðir
Apollo 18
Kópernikus (gígur)
Apollo 19
Hadley Rille
Apollo 20
Tycho (gígur)

Eftir sneypuför Apollo 13 var Apollo 14 stefnt til Fra Mauro. Eftir að hætt var við þrjár seinustu tunglferðirnar var öðrum leiðangrum breytt í:

Leiðangur
Lendingarstaður
Apollo 15
Hadley Rille
Apollo 16
Descartes
Apollo 17
Taurus-Littrow

Opinberlega voru engar áhafnir skipaðar á þá leiðangra sem hætt var við. Sá háttur var hins vegar hafður á að varaáhöfn varð aðaláhöfn þremur leiðöngrum síðar. Út frá þessari reglu hefðu áhafnir þriggja síðustu Apollo tunglferðanna orðið:

Apollo 18

  • Richard Gordon, leiðangursstjóri
  • Vance Brand, flugmaður stjórnfars
  • Harrison Schmitt, flugmaður tunglferju

Apollo 19

  • Fred Haise, leiðangursstjóri
  • William Pogue, flugmaður stjórnfars
  • Gerald Carr, flugmaður tunglferju

Apollo 20

  • Pete Conrad, leiðangursstjóri
  • Paul Weitz, flugmaður stjórnfars
  • Jack Lousma, flugmaður tunglferju

Hafa ber í huga að þessi áhafnaskipan er að mestu leyti byggð á getgátum. Engin leið er að vita hvort þessar áhafnir hefðu raunverulega flogið í þessum leiðöngrum. Sem dæmi er talið að Stuart Roosa (flugmaður stjórnfars í Apollo 14) hefði orðið leiðangursstjóri Apollo 20 í stað Pete Conrad sem þá hafði þegar farið til tunglsins með Apollo 12.

Harrison Schmitt var færður úr áhöfn Apollo 18 í Apollo 17 þar sem hann leysti af hólmi Joe Engle vegna þrýstings frá vísindasamfélaginu. Joe Engle var í varaáhöfn Apollo 14 ásamt Eugene Cernan og Ronald Evans sem flugu ásamt Schmitt í Apollo 17. Hann stýrði síðar geimferjunni í þrígang.

Vance Brand fór út í geiminn í Apollo-Soyuz verkefninu og stjórnaði geimferjunni í þrígang. Oft er talað um Apollo-Soyuz sem Apollo 18 jafnvel þótt Apollo 18 hafi upphaflega átt að vera tunglferð. Pete Conrad og Paul Weitz voru í fyrstu áhöfninni sem heimsótti Skylab geimstöðina og Weitz stjórnaði síðar geimferjunni. Jack Lousma var um borð í annarri Skylab áhöfninni og stýrði síðar geimferjunni. William Pogue og Gerald Carr skipuðu þriðju Skylab áhöfnin.

Tengt efni

Heimild

  1. David Williams. 2003. Apollo 18 through 20: The Cancelled Missions. NASA, sótt 26. júlí 2009.