Apollo 18, 19 og 20: Aflýstu leiðangrarnir
Yfirlit
Leiðangur |
Lendingarstaður |
---|---|
Apollo 13 |
Fra Mauro |
Apollo 14 |
Taurus-Littrow |
Apollo 15 |
Censorinus (gígur) |
Apollo 16 |
Descartes (gígur) |
Apollo 17 |
Maríusarhæðir |
Apollo 18 |
Kópernikus (gígur) |
Apollo 19 |
Hadley Rille |
Apollo 20 |
Tycho (gígur) |
Eftir sneypuför Apollo 13 var Apollo 14 stefnt til Fra Mauro. Eftir að hætt var við þrjár seinustu tunglferðirnar var öðrum leiðangrum breytt í:
Leiðangur |
Lendingarstaður |
---|---|
Apollo 15 |
Hadley Rille |
Apollo 16 |
Descartes |
Apollo 17 |
Taurus-Littrow |
Opinberlega voru engar áhafnir skipaðar á þá leiðangra sem hætt var við. Sá háttur var hins vegar hafður á að varaáhöfn varð aðaláhöfn þremur leiðöngrum síðar. Út frá þessari reglu hefðu áhafnir þriggja síðustu Apollo tunglferðanna orðið:
Apollo 18
- Richard Gordon, leiðangursstjóri
- Vance Brand, flugmaður stjórnfars
- Harrison Schmitt, flugmaður tunglferju
Apollo 19
- Fred Haise, leiðangursstjóri
- William Pogue, flugmaður stjórnfars
- Gerald Carr, flugmaður tunglferju
Apollo 20
- Pete Conrad, leiðangursstjóri
- Paul Weitz, flugmaður stjórnfars
- Jack Lousma, flugmaður tunglferju
Hafa ber í huga að þessi áhafnaskipan er að mestu leyti byggð á getgátum. Engin leið er að vita hvort þessar áhafnir hefðu raunverulega flogið í þessum leiðöngrum. Sem dæmi er talið að Stuart Roosa (flugmaður stjórnfars í Apollo 14) hefði orðið leiðangursstjóri Apollo 20 í stað Pete Conrad sem þá hafði þegar farið til tunglsins með Apollo 12.
Harrison Schmitt var færður úr áhöfn Apollo 18 í Apollo 17 þar sem hann leysti af hólmi Joe Engle vegna þrýstings frá vísindasamfélaginu. Joe Engle var í varaáhöfn Apollo 14 ásamt Eugene Cernan og Ronald Evans sem flugu ásamt Schmitt í Apollo 17. Hann stýrði síðar geimferjunni í þrígang.
Vance Brand fór út í geiminn í Apollo-Soyuz verkefninu og stjórnaði geimferjunni í þrígang. Oft er talað um Apollo-Soyuz sem Apollo 18 jafnvel þótt Apollo 18 hafi upphaflega átt að vera tunglferð. Pete Conrad og Paul Weitz voru í fyrstu áhöfninni sem heimsótti Skylab geimstöðina og Weitz stjórnaði síðar geimferjunni. Jack Lousma var um borð í annarri Skylab áhöfninni og stýrði síðar geimferjunni. William Pogue og Gerald Carr skipuðu þriðju Skylab áhöfnin.
Tengt efni
Heimild
- David Williams. 2003. Apollo 18 through 20: The Cancelled Missions. NASA, sótt 26. júlí 2009.