Hoba loftsteinninn
Járnsteinn í Namibíu
Yfirlit
1. Steinninn
Talið er að Hoba loftsteinninn hafi fallið til Jarðar fyrir innan við 80.000 árum. Hann skildi ekki eftir sig gíg en fannst fyrir tilviljun þegar landeigandinn, Jacobus Hermanus Brits, rak plóg í hann árið 1920. Þá var steinninn grafinn upp og staðfest að um loftstein væri að ræða. Hann hefur aldrei verið fluttur burt þótt vísindamenn hafi tekið brot úr honum til rannsókna og skemmdarvargar líka, sennilega í öðrum tilgangi.
Steinninn er óvenju flatur. Hann er 2,7 metrar að lengd og breidd, 90 cm breiður og vegur um 60 tonn. Jarðvegurinn í kring sýndi merki þess að steinnninn hefði minnkað þó nokkuð vegna veðrunar eftir mörg þúsund ára legu í Jörðinni.</ð>
Hoba loftsteinninn er blanda járns (84%) og nikkels (16%) en aðrir málmar eins og kóbalt eru í snefilmagni. Hann er sérstök gerð járnsteina sem kallast ataxít en í slíkum steinum eru engin Widmanstätten mynstur vegna hás nikkelmagns. Ataxít eru sjaldgæfir loftsteinar.
Sú staðreynd að gígur myndaðist ekki þegar steinninn skall á Jörðinni bendir til þess að hann hafi fallið fremur hægt, hugsanlega vegna lögunar sinnar.
Steinninn er nú náttúruvætti í Namibíu og skoða mörg þúsund ferðamenn hann á ári hverju.
Tengt efni
Heimildir
-
„Hoba meteorite“ — Wikipedia: The Free Encyclopedia (sótt: 28.06.13)
-
Hoba: The World's Largest Meteorite. Geology.com (sótt: 28.06.13)
- Sævar Helgi Bragason