Úrsítar
Úrsíta má rekja til halastjörnunnar 8P/Tuttle. Halastjarnan gengur um sólina á rétt rúmlega þrettán árum og tilheyrir Júpíter-halastjörnufjölskyldunni. Bandaríski stjörnufræðingurinn Horace Parnell Tuttle fann halastjörnuna hinn 5. janúar árið 1858. Úrsíta loftsteinadrífan uppgötvaðist hins vegar ekki fyrr en í byrjun 20. aldar.
Stjörnuhröpin í Úrsíta loftsteinadrífunni eru alla jafna fremur dauf.
Hvenær er best að fylgjast með Úrsítum?
-
Heppilegasti tíminn til að fylgjast með Úrsítum er eftir miðnætti. Á Íslandi er stjörnumerkið Litlibjörn þó pólhverft og því alltaf á lofti.
-
Best er að fylgjast með drífunni fjarri ljósmenguðum bæjum. Ef tunglið er á lofti getur það haft töluverð áhrif á fjölda sýnilegra stjörnuhrapa.
-
Ekki er þörf á neinum sjóntækjum, svo sem handsjónaukum eða stjörnusjónaukum, en hins vegar getur verið gaman að skoða rykslóðirnar í gegnum handsjónauka.
-
Taktu með þér stól, hlý föt og heitan drykk því nauðsynlegt er að gefa sér tíma þegar fylgst er með loftsteinadrifum, helst í klukkustund eða tvær, að minnsta kosti.
Heimildir
– Sævar Helgi Bragason