Hellas dældin á Mars
Hellas Planitia
Hellas-dældin sést nokkuð auðveldlega frá jörðinni í gegnum litla áhugamannasjónauka (helst 6 tommur og stærri). Dældin sést þá sem stórt ljósleitt svæði sem sker sig nokkuð frá dökkleitari landsvæðum í kring. Hellas dældin var raunar eitt fyrsta kennileitið sem menn sáu á yfirborði Mars ásamt Syrtis Major enda stór og áberandi. Ítalski stjörnufræðingurinn Giovanni Schiaparelli nefndi dældina Hellas sem þýðir Grikkland.
Dældin er talsvert djúp en hæðarmunurinn milli gígbrúnarinnar og botnsléttunar er rúmir níu km. Frá meðalhæð yfirborðsins niður á botn dældarinnar eru hins vegar sjö km en engu að síður en Hellas dældin lægsti staður Mars. Á botni dældarinnar er 89% hærri loftþrýstingur en við meðalhæð yfirborðsins eða um 11,6 millíbör á móti 6 millíbörum. Við slíkan loftþrýsting gæti vatn haldist fljótandi um skamma stund ef lofthitinn færi yfir 0°C.
Árið 1971 brotlenti sovéska könnunarfarið Mars 2 í Hellasdældina og varð um leið fyrsta geimfarið sem komst að yfirborði Mars.
Hæðarkort MOLA í Mars Global Surveyor sýnir hér Hellasdældina á suðurhveli Mars. Fyrir ofan er þverskurður dældarinnar sem sýnir stærðin og dýpið. |
Hvernig vitna skal í þessa grein
-
Sævar Helgi Bragason (2010). Hellas dældin á Mars. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/solkerfid-large/mars/hellas-daeldin (sótt: DAGSETNING).