Könnun Mars
Fyrstu tilraunirnar til að senda geimfar til Mars voru gerðar 1960 þegar Sovétmenn reyndu að senda tvö geimför þangað en mistókst. Árið 1962 flaug Mariner 4 framhjá Mars og tók fyrstu nærmyndirnar af yfirborðinu – 21 talsins. Árið 1976 sendi Víkingur 1 svo fyrstu myndina af yfirborði Mars og sést hún hér til hægri. Í dag eru rannsóknir á Mars mun ítarlegri og ganga áætlanir manna út á að senda a.m.k. tvö geimför til Mars á um 26 mánaða fresti en þá er afstaða Mars og jarðar bestar.
Leiðangur |
Land |
Geimskot |
Leiðangurslok |
Tegund |
Niðurstaða |
---|---|---|---|---|---|
Marsnik 1 |
10. okt. 1960 |
10. okt. 1960 |
Framhjáflug |
Komst ekki á braut. |
|
Marsnik 2 |
14. okt. 1960 |
14. okt. 1960 |
Framhjáflug |
Komst ekki á braut. |
|
Spútnik 22 |
24. okt. 1962 |
24. okt. 1962 |
Framhjáflug |
Komst aðeins á braut um jörðu. |
|
Mars 1 |
1. nóv. 1962 |
21. mars 1963 |
Framhjáflug |
Safnaði gögnum en samband rofnaði áður en geimfarið komst til Mars |
|
Spútnik 24 |
4. nóv. 1962 |
19. jan. 1963 |
Framhjáflug |
Komst aðeins á braut um jörðu. |
|
Mariner 3 |
5. nóv. 1964 |
5. nóv. 1964 |
Framhjáflug |
Mistök við geimskot sendi geimfarið af braut. Er á braut um sólina. |
|
Mariner 4 |
28. nóv. 1964 |
21. des. 1967 |
Framhjáflug |
Fyrsta geimfarið sem flaug framhjá Mars, tók 21 mynd. |
|
Zond 2 |
30. nóv. 1964 |
Maí 1965 |
Framhjáflug |
Samband rofnaði. |
|
Mariner 6 |
24. feb. 1969 |
Ágúst 1969 |
Framhjáflug |
Flaug framhjá Mars, tók 75 myndir. |
|
Mariner 7 |
27. mars 1969 |
Ágúst 1969 |
Framhjáflug |
Flaug framhjá Mars, tók 126 myndir. |
|
Mariner 8 |
8. maí 1971 |
8. maí 1971 |
Brautarfar og lendingarfar |
Komst ekki á loft. |
|
Kosmos 419 |
10. maí 1971 |
12. maí 1971 |
Lendingarfar |
Komst aðeins á braut um jörðu. |
|
Mars 2 |
19. maí 1971 |
22. ágúst 1972 |
Brautarfar og lendingarfar |
Komst á braut um Mars, lendingarfarið brotlenti 27. nóvember 1971 |
|
Mars 3 |
28. maí 1971 |
22. ágúst 1972 |
Brautarfar og lendingarfar |
Komst á braut um Mars, lendingafarið missti samband örskömmu eftir lendingu. |
|
Mariner 9 |
30. maí 1971 |
27. okt. 1972 |
Brautarfar |
Komst á braut um Mars, tók 7329 myndir. |
|
Mars 4 |
21. júlí 1973 |
10. feb. 1974 |
Brautarfar |
Flaug framhjá Mars. |
|
Mars 5 |
25. júlí 1973 |
21. feb. 1974 |
Brautarfar |
Komst á braut en entist aðeins níu daga umhverfis Mars. |
|
Mars 6 |
5. ágúst 1973 |
12. mars 1974 |
Lendingarfar |
Engin gögn eftir lendingu. |
|
Mars 7 |
9. ágúst 1973 |
9. mars 1974 |
Lendingarfar |
Lendingarfar losnaði of fljótt. |
|
Viking 1 |
20. ágúst 1975 |
13. nóv. 1982 |
Brautarfar og lendingarfar |
Fyrsta heppnaða lendingin á Mars. Starfaði í nokkur ár. |
|
Viking 2 |
9. sept. 1975 |
11. apríl 1980 |
Brautarfar og lendingarfar |
Önnur heppnaða lendingin á Mars. Starfaði í nokkur ár. |
|
Fóbos 1 |
7. júlí 1988 |
2. sept. 1988 |
Brautarfar og lendingarfar |
Samband rofnaði fyrir komuna til Mars. Átti að lenda á tunglinu Fóbos. |
|
Fóbos 2 |
12. júlí 1988 |
27. mars 1989 |
Brautarfar og lendingarfar |
Komst á braut og sendi gögn til jarðar. Samband rofnaði fyrir lendingu á Fóbosi. |
|
Mars Observer |
25. sept. 1992 |
21. ágúst 1993 |
Brautarfar |
Samband rofnaði rétt fyrir komuna til Mars. |
|
Mars Global Surveyor |
7. nóv. 1996 |
5. nóv. 2006 |
Brautarfar |
Entist lengst allra Mars-kanna hingað til. Samband rofnaði eftir níu ár á braut um Mars. |
|
Mars 96 |
16. nóv. 199 |
17. nóv. 1996 |
Brautarfar og lendingarfar |
Mistök við geimskot varð til þess að geimfarið brotlenti í Kyrrahafið. |
|
Mars Pathfinder |
4. des. 1996 |
27. sept. 1997 |
Lendingarfar og jeppi |
Árangursríkur leiðangur, entist í þrjá mánuði. Fyrsti jeppinn á Mars. |
|
Nozomi |
3. júlí 1998 |
9. des. 2003 |
Brautarfar |
Komst aldrei á braut um Mars. |
|
Mars Climate Orbiter |
11. des. 1998 |
23. sept. 1999 |
Brautarfar |
Brotlenti á yfirborði Mars. |
|
Mars Polar Lander |
3. jan. 1999 |
3. des. 1999 |
Lendingarfar |
Samband rofnaði skömmu fyrir komuna til Mars. Er talið hafa brotlent. |
|
2001 Mars Odyssey |
7. apríl 2001 |
Ólokið |
Brautarfar |
Kom til Mars 24. október 2001 og er enn á braut um Mars í gagnaöflun. |
|
Mars Express |
2. júní 2003 |
Ólokið |
Brautarfar |
Kom til Mars 25. desember 2003 og er enn á braut um Mars í gagnaöflun. |
|
Beagle 2 |
2. júní 2003 |
6. feb. 2004 |
Lendingarfar |
Kom til Mars með Mars Express 26. des. 2003 en samband rofnaði skömmu fyrir lendingu og brotlenti. |
|
Spirit |
10. júní 2003 |
Ólokið |
Jeppi |
Lenti heilu og höldnu á Mars 4. janúar 2004 og er enn að störfum. |
|
Opportunity |
7. júlí 2003 |
Ólokið |
Jeppi |
Lenti heilu og höldnu á Mars 25. janúar 2004 og er enn að störfum. |
|
Rosetta |
2. mars 2004 |
Ólokið |
Framhjáflug |
Flaug framhjá Mars 25. febrúar 2007 á leið sinni að halastjörnunni 67P/Churyumov-Gerasimenko |
|
Mars Reconnaissance Orbiter |
12. ágúst 2005 |
Ólokið | Brautarfar |
Komst á braut um Mars 10. mars 2006 og er enn í gagnaöflun. |
|
Phoenix |
4. ágúst 2007 |
3. nóv. 2008 |
Lendingarfar |
Lenti heilu og höldnu á Mars 25. maí 2008. Uppgötvaði vatnsís, efnagreindi jarðveginn og fylgdist náið með veðurfarinu. |
|
Dawn |
27. sept. 2007 |
Ólokið |
Framhjáflug |
Flaug framhjá Mars árið 2009 á leið til smástirnisins Vestu og dvergreikistjörnunnar Ceres. |
|
Curiosity |
Nóvember 2011 |
Ólokið |
Jeppi |
||
MAVEN |
Október 2013 |
Ólokið |
Brautarfar |
||
ExoMars |
? |
Ólokið |
Brautarfar og jeppi |
||
Mars Scout 3 |
? |
Ólokið |
Brautarfar eða lendingarfar |
||
Mars Sample Return |
? |
Ólokið |
Lendingarfar |