Styx
Fylgitungl Plútós
Uppgötvað af: |
Mark Showalter o.fl. með Hubble geimsjónaukanum |
Uppgötvuð árið: |
26. júní 2012 |
Meðalfjarlægð frá Plútó: | 42.656 km |
Umferðartími um Plútó: | 20,1 jarðdagar |
Snúningstími: | Óreglulegur |
Stærð: |
7 km x 5 km |
Meðalhitastig yfirborðs: |
-230°C |
Endurskinshlutfall: |
0,35 |
Sýndarbirtustig: |
1. Uppgötvun
Styx fannst á ljósmyndum sem teknar voru með Wide Field Camera 3 myndavél Hubble geimsjónaukans milli 26. júní og 9. júlí 2012. Tilkynnt var um uppgötvunina hinn 11. júlí 2012..
Uppgötvunin var gerð við leit að hringum um dvergreikistjörnuna í undirbúningi fyrir heimsókn New Horizons.
1.1 Nafn
Tunglið hlaut til bráðabirgða nafnið S/2012 P5. Síðar hlaut það nafnið Styx eftir einu af fljótunum fimm sem tengdu Jörðina við Undirheima Hadesar eða Plútós.
2. Eðliseiginleikar
Myndir sem teknar voru með LORRI myndavélinni á New Horizons geimfari NASA sýna að Styx virðist samansett úr tveimur hlutum. Það gæti þýtt að tunglið hafi orðið til við samruna tveggja fyrirbæra. Stærri hlutinn er um 7 km á breidd en sá minni í kringum 5 km. Tunglið er að mestu leyti úr vatnsís.
3. Braut og snúningur
Mynd Hubblessjónaukans sem sýnir fimm tungl á braut um dvergreikistjörnuna Plútó. Nýja tunglið, P5, er merkt með grænum hring. Það er talið óreglulegt að lögun, um 10 til 25 km í þvermál og í um 95.000 km fjarlægð frá Plútó. Mynd: NASA, ESA, og M. Showalter (SETI Institute) |
Styx snýst á því sem næst hringlaga braut um Plútó á rétt rúmlega 20 dögum í um það bil 43.000 km fjarlægð, milli Karon og Nix. Snúningstíminn er mjög breytilegur og enginn dagur er jafn langur en var um 3,2 dagar þegar New Horizons flaug framhjá því.
Talið er að tunglakerfið hafi orðið til við árekstur milli Plútós og annars hnattar snemma í sögu sólkerfisins. Við áreksturinn þeyttist efni út í geiminn sem síðan þjappaðist saman og myndaði tunglin. Menn hafa talið líklegt að finna megi leifar árekstursins í formi hringa umhverfis Plútó en engir hafa fundist hingað til.
4. Tengt efni
Tenglar
Heimildir
- Hubble finnur nýtt tungl við Plútó. Stjörnufræði.is
- Hubble fylgist með óreglulegum dansi tungla Plútós. Stjörnufræði.is
- Sævar Helgi Bragason