Sólbendlar og sólstrókar
Sólbendlar og sólstrókar geta varað í nokkra daga eða vikur en byrja að falla saman þegar segulsviðið í nálægð við þá verður óstöðugt. Þetta getur til að mynda gerst af nýjar segulsviðslínur byrja að stinga sér í gegnum yfirborðið undir sólbendlinum. Í kjölfarið fylgja sprengingar, oft langt frá virku svæðunum, sem kallast Hyder-blossar og eru nefndir eftir Charles Hyder sem birti niðurstöður rannsókna sinna á þessum atburðum árið 1967.
Sólbendla og sólstróka er fremur auðvelt að greina með litlum vetnis-alfa sólarsjónaukum en sólstróka er hægt að greina við sólmyrkva. Með vetnis-alfa sólarsjónauka er oft hægt að sjá áberandi breytingar á sólbendlum og sólstrókum á nokkrum klukkustundum.
Heimildir
- Chromospheric Features. Solar Physics. NASA/Marshall Solar Physics.
- What are Solar Filaments and Prominences? SpaceWeather.com.
Hvernig vitna skal í þessa grein
- Sævar Helgi Bragason (2010). Sólbendlar og sólstrókar. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/solkerfid/solin/solbendlar-og-solstrokar (sótt: DAGSETNING).