Sólnánd og sólfirrð
Yfirlit
1. Orðsifjar
Orðið „perihelion“ kemur frá grísku orðunum „peri“ sem þýðir nálægt og „helios“ sem þýðir sólin. Orðið „aphelion“ er dregið af orðinu „apo“ sem þýðir „burtu“ eða „frá“.
Á sama hátt er talað um „perigee“ þegar tunglið er næst Jörðinni og „apogee“ þegar tunglið er fjærst Jörðu.
2. Breytileg fjarlægð Jarðar við sólnánd og sólfirrð
Jörðin snýst um sólina á sporsöskjulaga braut, eins og fyrsta lögmál Keplers lýsir, með meðalmiðskekkju (meðalfrávik frá fullkomnum hring) upp á 0,0167. Fyrir vikið sveiflast fjarlægðin milli Jarðar og sólar (frá miðju að miðju) um 0,9832899 stjarnfræðieiningar (147.098.074 km) í sólnánd upp í 1,0167103 stjarnfræðieiningar (152.097.701 km) við sólfirrð.
Þyngdartog tunglsins og reikistjarnanna (í miklu minni mæli þó) hefur áhrif á meðalfjarlægð Jarðar frá sólu. Vegna þess getur fjarlægð Jarðar við sólnánd sveiflast frá 0,9831914 stjarnfræðieiningum (147.083.346 km) upp í 0,9833860 stjarnfræðieiningar (147.112.452 km). Munurinn er 0,0001431 stjarnfræðieiningar (21.403 km) eða sem samsvarar 1,66 sinnum miðbaugsþvermáli Jarðar (12.756 km).
Á sama hátt getur fjarlægð Jarðar frá sólu við sólfirrð sveiflast frá 1,0166125 stjarnfræðieiningum (152.083.061 km) upp í 1,0168068 stjarnfræðieiningar (152.112.126 km). Þetta samsvarar einnig 1,66 sinnum miðbaugsþvermáli Jarðar (12.756). Þessi gildin eiga við um 200 ára tímabil, frá 1901 til 2100.
3. Tafla yfir sólnánd og sólfirrð Jarðar til 2030
Ár |
Sólnánd |
Tími |
Sólfirrð |
Tími |
|
---|---|---|---|---|---|
2017 |
4. janúar |
14:18 |
3. júlí |
20:11 |
|
2018 |
3. janúar |
05:35 |
6. júlí |
16:47 |
|
2019 |
3. janúar |
05:20 |
4. júlí |
22:11 |
|
2020 |
5. janúar |
07:48 |
4. júlí |
11:35 |
|
2021 |
2. janúar |
06:55 |
5. júlí |
22:27 |
|
2022 |
4. janúar |
06:55 |
4. júlí |
07:11 |
|
2023 |
4. janúar |
16:17 |
6. júlí |
20:07 |
|
2024 |
3. janúar |
00:39 |
5. júlí |
05:06 |
|
2025 |
4. janúar |
13:28 |
3. júlí |
19:55 |
|
2026 |
3. janúar |
17:16 |
6. júlí |
17:31 |
|
2027 |
3. janúar |
02:33 |
5. júlí |
05.06 |
|
2028 |
5. janúar |
12:28 |
3. júlí |
22:18 |
|
2029 |
2. janúar |
18:13 |
6. júlí |
05:12 |
|
2030 |
3. janúar |
10:12 |
4. júlí |
12:58 |
4. Tengt efni
5. Heimildir
-
Fred Espenak. Earth at Perihelion and Aphelion: 2001 to 2100 (Greenwich Mean Time). AstroPixels.com.
- Sævar Helgi Bragason