Stjörnulíffræði

Stjörnulíffræði (astrobiology) er tiltölulega ný vísindagrein sem byggir þó á gömlum grunni. Hún er sammengi þeirra sviða líffræði, jarðfræði, efnafræði, eðlisfræði og stjarnvísinda sem fjalla um uppruna og þróun lífs í víðu samhengi. En stjörnulíffræðin er þó meira en slitur annarra vísindagreina; hún sameinar undir einum hatti öll þau fræði sem varpað geta ljósi á þá meginspurningu hvernig lífið varð til og hvort við séum ein í heiminum.


Drake jafnan

Drakejafnan

Hversu mörg menningarsamfélög gætu verið í Vetrarbrautinni okkar? Drake jafnan er ágæt leið til að áætla gróflega fjölda mögulegra menningarsamfélaga.


Fjarreikistjörnur

Fjarreikistjarna

Fjarreikistjörnur eru reikistjörnur utan okkar sólkerfis. Leitin að fjarreikistjörnum er einnig samofin leitinni að lífi utan jarðar. Hér er greint frá helstu leitaraðferðum sem notast er við, stiklað á stóru um eiginleika þekktra fjarreikistjarna og fjallað um þá geimsjónauka sem notaðir eru við rannsóknir á fjarreikistjörnum.


SETI

SETI

SETI er tilraun stjörnufræðingar til að hlusta eftir vitsmunalífi í geimnum. Hér er stiklað á stóru um sögu verkefnisins.


Þversögn Fermis

Enrico Fermi

Ef alheimurinn er uppfullur af lífi, hvers vegna höfum við þá ekki orðið vör við neitt? Þversögn Fermis fjallar um þessa forvitnilegu spurningu. Hér er að finna 25 möguleg svör við henni.