Stjörnulíffræði
Stjörnulíffræði (astrobiology) er tiltölulega ný vísindagrein sem byggir þó á gömlum grunni. Hún er sammengi þeirra sviða líffræði, jarðfræði, efnafræði, eðlisfræði og stjarnvísinda sem fjalla um uppruna og þróun lífs í víðu samhengi. En stjörnulíffræðin er þó meira en slitur annarra vísindagreina; hún sameinar undir einum hatti öll þau fræði sem varpað geta ljósi á þá meginspurningu hvernig lífið varð til og hvort við séum ein í heiminum.