Ljónsþrenningin (Leo Triplet)

Vetrarbrautaþrenning í Ljóninu

  • VST, VLT Survey Telescope, OmegaCAM, M65, M66, Messier 65, Messier 66
    Þríeyki bjartra vetrarbrauta í stjörnumerkinu Ljóninu. Í forgrunni eru daufar stjörnur í Vetrarbrautinni okkar en í bakgrunni eru daufar og fjarlægar vetrarbrautir. Myndin var tekin með VST og er til vitnis um getu sjónaukans og OmegaCAM til að kortleggja fjarlæg fyrirbæri í alheiminum. Mynd: ESO/INAF-VST/OmegaCAM. Þakkir: OmegaCen/Astro-WISE/Kapteyn Institute.

Mjög auðvelt er að koma auga á vetrarbrautirnar með litlum stjörnusjónauka. Þær eru vel staðsett fyrir íslenskt stjörnuáhugafólk, hátt á lofti síðla vetrar. Sex til átta tommu spegilsjónauki hentar einna best til að sjá þrenninguna vel. Við góðar aðstæður má sjá ryklínuna sem liggur þvert í gegnum NGC 3628.

Í júlí 2011 birti ESO glæsilega mynd af Ljónsþríeykinu sem tekin var með VST kortlagningarsjónaukanum og OmegaCAM myndavélinni.

Vetrarbraut
Stjörnulengd
Stjörnubreidd
Sjónstefnuhraði (km/s)
Sýndarbirtustig
M65
11klst 18m 56.0s
+13° 05′ 32″
807 ± 3
10,3
M66
11klst 20m 15.0s
+12° 59′ 30″
727 ± 3
9,7
NGC 3628
11klst 20m 17.0s
+13° 35′ 23″
843 ± 3
9,4

Hvernig vitna skal í þessa grein

  • Sævar Helgi Bragason (2010). Ljónsþrenningin. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/stjornuskodun/djupfyrirbaeri/ljonsthrenningin (sótt: DAGSETNING).