Messier 109

Bjálkaþyrilþoka í Stórabirni

  • Messier 109, bjálkaþyrilþoka, Stóribjörn
    Bjálkaþyrilþokan Messier 109 í Stórabirni. Mynd: Dale Swanson/Adam Block/NOAO/AURA/NSF
Helstu upplýsingar
Tegund: Þyrilþoka
 Gerð: SB(rs)bc
Stjörnulengd:
11klst 57mín 36,0s
Stjörnubreidd:
+53° 22′ 28"
Fjarlægð:
55 milljón ljósár
Rauðvik:
z = 0,003496
Sjónstefnuhraði:
1048 ± 2 km/s
Sýndarbirtustig:
+10,6
Stjörnumerki: Stóribjörn
Önnur skráarnöfn:
NGC 3992

Franski stjörnufræðingurinn Pierre Méchain uppgötvaði þokuna 12. mars 1781. Tólf dögum seinna sá landi hans og vinur Charles Messier þokuna. Hún rataði þó ekki lokaútgáfu skrár hans strax. Þann 12. apríl 1789 skoðaði William Herschel þokuna og taldi hana ranglega hringþoku. Það var svo ekki fyrr en árið 1953 að bandaríski stjörnufræðingurinn Owen Gingerich bætti þokunni við skrá Messiers árið 1953.

Messier 109 er í um 55 milljón ljósára fjarlægð og fjarlægist okkur á 1.142 km hraða á sekúndu. Hún tilheyrir stóru samansafni hátt í 80 vetrarbrauta sem kennt er við Stórabjörn.

Á himninum

Mjög auðvelt er að finna Messier 109 á himninum með hjálp stjörnukorts af Stórabirni. Hún er innan við gráðu suðaustur af stjörnunni Gamma eða Phecda í Stórabirni. Þó er ekki þar með sagt að auðvelt sé að sjá hana því þyrilarmarnir eru mjög daufir og aðeins miðsvæðið, bjálkinn, er nokkuð áberandi. Best er að nota meðalstóra og stóra sjónauka til að skoða hana.

Tengt efni

Heimildir

Hvernig vitna skal í þessa grein

  • Sævar Helgi Bragason (2012). Messier 109. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/stjornuskodun/djupfyrirbaeri/messierskrain/messier-109 (sótt: DAGSETNING).