Messier 12

Kúluþyrping í Naðurvalda

  • Messier 12, M12, kúluþyrping, Naðurvaldi
    Kúluþyrpingin Messier 12 í Naðurvalda. Mynd: ESA/Hubble og NASA
Helstu upplýsingar
Tegund: Kúluþyrping
Stjörnulengd:
16klst 47mín  14,52s
Stjörnubreidd:
-01° 56′ 52,1"
Fjarlægð:
16.000 ljósár
Sýndarbirtustig:
+7,68
Stjörnumerki: Naðurvaldi
Önnur skráarnöfn:
NGC 6218

Franski stjörnufræðingurinn Charles Messier uppgötvaði þyrpinguna 30. maí árið 1764. Messier lýsti henni sem daufri, kúlulaga þoku án stjarna. Tæpum 20 árum síðar greindi William Herschel fyrstur manna stjörnur í þyrpingunni, enda með mun betri sjónauka en Messier.

Árið 2006 var birt rannsókn sem sýndi fram á að í Messier 12 væru óvenju fáar lágmassastjörnur. Höfundarnir skýrðu það þannig að vetrarbrautin okkar hefði með þyngdarafli sínu dregið stjörnurnar til sín úr þyrpingunni.

Messier 12 er aðeins um 3 gráður frá kúluþyrpingunni Messier 10 (sjá stjörnukort af Naðurvalda). Hún er í um 16.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni og er um 75 ljósár í þvermál. M12 er fremur örlítið stærri en M10 en líka aðeins daufari. Hún er nokkuð gisin og var eitt sinn álitin þétt lausþyrping. Þrettán breytistjörnur hafa fundist í M12.

Tengt efni

Heimildir

  1. Messier 12, SEDS Messier pages

  2. en.wikipedia.org/wiki/Messier_12

  3. ESO, How to Steal a Million Stars? 7. febrúar 2006 (eso0604 — Mynd)

Hvernig vitna skal í þessa grein

  • Sævar Helgi Bragason (2012). Messier 12. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/stjornuskodun/djupfyrirbaeri/messierskrain/messier-12 (sótt: DAGSETNING).