Messier 12
Kúluþyrping í Naðurvalda
Tegund: | Kúluþyrping |
Stjörnulengd: |
16klst 47mín 14,52s |
Stjörnubreidd: |
-01° 56′ 52,1" |
Fjarlægð: |
16.000 ljósár |
Sýndarbirtustig: |
+7,68 |
Stjörnumerki: | Naðurvaldi |
Önnur skráarnöfn: |
NGC 6218 |
Franski stjörnufræðingurinn Charles Messier uppgötvaði þyrpinguna 30. maí árið 1764. Messier lýsti henni sem daufri, kúlulaga þoku án stjarna. Tæpum 20 árum síðar greindi William Herschel fyrstur manna stjörnur í þyrpingunni, enda með mun betri sjónauka en Messier.
Árið 2006 var birt rannsókn sem sýndi fram á að í Messier 12 væru óvenju fáar lágmassastjörnur. Höfundarnir skýrðu það þannig að vetrarbrautin okkar hefði með þyngdarafli sínu dregið stjörnurnar til sín úr þyrpingunni.
Messier 12 er aðeins um 3 gráður frá kúluþyrpingunni Messier 10 (sjá stjörnukort af Naðurvalda). Hún er í um 16.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni og er um 75 ljósár í þvermál. M12 er fremur örlítið stærri en M10 en líka aðeins daufari. Hún er nokkuð gisin og var eitt sinn álitin þétt lausþyrping. Þrettán breytistjörnur hafa fundist í M12.
Tengt efni
-
Kúluþyrping
Heimildir
- ESO, How to Steal a Million Stars? 7. febrúar 2006 (eso0604 — Mynd)
Hvernig vitna skal í þessa grein
- Sævar Helgi Bragason (2012). Messier 12. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/stjornuskodun/djupfyrirbaeri/messierskrain/messier-12 (sótt: DAGSETNING).