Messier 18
Lausþyrping í Bogmanninum
Tegund: | Lausþyrping |
Stjörnulengd: |
18klst 19,9mín |
Stjörnubreidd: |
-17° 08" |
Fjarlægð: |
4.900 ljósár |
Sýndarbirtustig: |
+7,5 |
Stjörnumerki: | Bogmaðurinn |
Önnur skráarnöfn: |
NGC 6613 |
Frakkinn Charles Messier uppgötvaði þyrpinguna þann 3. júní árið 1764 og færði í skrá sína yfir fyrirbæri sem líktust halastjörnum á himinhvolfinu.
Frá sjónarhóli okkar á jörðinni er Messier 18 á milli Omegaþokunnar (M17) og Bogmannsskýinu (M24). Hún er í um 4.900 ljósára fjarlægð, 17 ljósár í þvermál og talin í kringum 32 milljóna ára gömul.
Á himninum
Best er að skoða Messier 18 í gegnum litla stjörnusjónauka við litla stækkun. Hún er um 0,2 gráður í þvermál og sýnist því bæði gisin og innihalda fremur fáar stjörnur. Þyrpingin kemst aldrei mjög hátt á himininn yfir Íslandi. Best er að skoða hana á haustin, í lok ágúst og upphafi september. Nota þarf stjörnukort til að finna hana (sjá stjörnukort af Bogmanninum).
Tengt efni
Heimildir
Hvernig vitna skal í þessa grein
- Sævar Helgi Bragason (2012). Messier 18. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/stjornuskodun/djupfyrirbaeri/messierskrain/messier-18 (sótt: DAGSETNING).