Messier 19

Kúluþyrping í Naðurvalda

  • Messier 19, kúluþyrping
    Kúluþyrpingin Messier 19 í Naðurvalda. Mynd: NASA/ESA
Helstu upplýsingar
Tegund: Kúluþyrping
Stjörnulengd:
17klst 02mín  37,69s
Stjörnubreidd:
-26° 16′ 04,6"
Fjarlægð:
28.000 ljósár
Sýndarbirtustig:
+7,47
Stjörnumerki: Naðurvaldi
Önnur skráarnöfn:
NGC 6273

Charles Messier uppgötvaði þyrpinguna 5. júní árið 1764. Messier lýsir henni sem kúlulaga og daufri þoku án stjarna. Tuttugu árum síðar greindi William Herschel fyrstur manna stakar stjörnur í þyrpingunni.

Messier 19 er fremur þétt kúluþyrping. Hún er milli 110 og 140 ljósár í þvermál, mjög sporöskjulaga en mælingar benda til að langás þyrpingarinnar innihaldi tvöfalt fleiri stjörnur en skammásinn. Talið er að þessa aflögun megi rekja til nálægðar við miðju Vetrarbrautarinnar en hún er aðeins 5.200 ljósár frá miðjunni.

Messier 19 sést ekki frá Íslandi vegna þess hve sunnarlega á himinhvolfinu hún er.

Tengt efni

Heimildir

  1. Messier 19, SEDS Messier pages

  2. en.wikipedia.org/wiki/Messier_19

Hvernig vitna skal í þessa grein

  • Sævar Helgi Bragason (2012). Messier 19. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/stjornuskodun/djupfyrirbaeri/messierskrain/messier-19 (sótt: DAGSETNING).