Messier 21

Lausþyrping í Bogmanninum

  • messier-21
    Lausþyrpingin Messier 21 í Bogmanninum. Mynd: 2MASS
Helstu upplýsingar
Tegund: Lausþyrping
Stjörnulengd:
18klst 04,6mín
Stjörnubreidd:
-22° 30"
Fjarlægð:
4.000 ljósár
Sýndarbirtustig:
+6,5
Stjörnumerki: Bogmaðurinn
Önnur skráarnöfn:
NGC 6531

Frakkinn Charles Messier uppgötvaði þyrpinguna 5. júní árið 1764.

Messier 21 er fremur þétt þyrping og inniheldur hátt í 60 stjörnur. Björtustu stjörnurnar eru risar úr litrófsflokki B sem bendir til þess að hún sé mjög ung, ef til vill ekki eldri en 5 milljón ára. Að öðru leyti eru stjörnur þyrpingarinnar flestar litlar og daufar. Hún er í rúmlega 4.000 ljósára fjarlægð.

Á himninum er Messier 21 skammt frá Þrískiptuþokunni Messier 20 eins og sjá má á korti af Bogmanninum. Sýndarbirtustig þyrpingarinnar er +6,5 svo hún sést tæpast með berum augum nema við allra bestu aðstæður. Hún sést leikandi í handsjónauka og stjörnusjónauka þar sem best er að nota litla stækkun. Þyrpingin sést því miður ekki frá Íslandi vegna þess hve sunnarlega á himinhvelfingunni hún er.

Tengt efni

Heimildir

  1. Messier 21, SEDS Messier pages

  2. en.wikipedia.org/wiki/Messier_21

Hvernig vitna skal í þessa grein

  • Sævar Helgi Bragason (2012). Messier 21. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/stjornuskodun/djupfyrirbaeri/messierskrain/messier-21 (sótt: DAGSETNING).