Messier 22
Kúluþyrping í Bogmanninum
Tegund: | Kúluþyrping |
Stjörnulengd: |
18klst 36mín 24,21 |
Stjörnubreidd: |
-23° 54" |
Fjarlægð: |
10.600 ljósár |
Sýndarbirtustig: |
+5,1 |
Stjörnumerki: | Bogmaðurinn |
Önnur skráarnöfn: |
NGC 6656 |
Þýski stjörnufræðingurinn Johann Abraham Ihle uppgötvaði Messier 22 árið 1665. Þann 5. júní 1764 færði Frakkinn Charles Messier þyrpinguna í skrá sína yfir þokukennd fyrirbæri á næturhimninum sem líktust halastjörnum.
Messier 22 er með nálægustu kúluþyrpingum við jörðina í aðeins 10.600 ljósára fjarlægð. Sýndarstærð hennar á himninum er 32 bogamínútur svo hún nær yfir stærra svæði en fullt tungl. Í raun er þvermál hennar í kringum 100 ljósár.
Fundist hafa yfir þrjátíu breytistjörnur í Messier 22 og ein hringþoka. Hringþokan fannst árið 1986 með IRAS gervitunglinu og ber skráarheitið IRAS 18333-2357 eða GIJC 1. Hún er talin aðeins um 6.000 ára gömul. Einungis er vitað um þrjár hringþokur í kúluþyrpingum Vetrarbrautarinnar: Í Messier 15, NGC 6441 og Palomar 6.
Á himninum
Messier 22 er rétt aðeins of sunnarlega til að sjást frá Íslandi. Við bestu aðstæður sést hún með berum augum frá suðlægum slóðum en gott er að nota stjörnukort af Bogmanninum til að finna hana. Hún er þriðja bjartasta kúluþyrping himins á eftir Omega Centauri og 47 Tucanae sem báðar eru á suðurhimni.
Tengt efni
Heimildir
Hvernig vitna skal í þessa grein
- Sævar Helgi Bragason (2012). Messier 22. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/stjornuskodun/djupfyrirbaeri/messierskrain/messier-22 (sótt: DAGSETNING).