Messier 23

Lausþyrping í Bogmanninum

  • Messier 23, lausþyrping, Bogmaðurinn
    Lausþyrpingin Messier 23 í Bogmanninum. Mynd: 2MASS
Helstu upplýsingar
Tegund: Lausþyrping
Stjörnulengd:
17klst 56,8mín
Stjörnubreidd:
-19° 01"
Fjarlægð:
2.150 ljósár
Sýndarbirtustig:
+6,9
Stjörnumerki: Bogmaðurinn
Önnur skráarnöfn:
NGC 6494

Franski stjörnufræðingurinn Charles Messier uppgötvaði þyrpinguna 20. júní 1664.

Messier 25 er í rúmlega 2.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hún er um það bil 15 ljósár á breidd og telur að minnsta kosti 150 stjörnur. Björtust og heitust er B9-stjarna með sýndarbirtustigið +9,2. Út frá litrófsflokkun má ráða að þyrpingin sé milli 200-300 milljón ára gömul.

Auðvelt er að finna Messier 23 með hjálp stjörnukorts af Bogmanninum. Þyrpingin sést naumlega frá Íslandi og kemst aldrei hátt yfir sjóndeildarhringinn. Hún er mjög falleg að sjá í gegnum litla stjörnusjónauka við litla stækkun eða handsjónauka. Best er að skoða hana á haustin, í lok ágúst og snemma í september.

Tengt efni

Heimildir

  1. Messier 23, SEDS Messier pages

  2. en.wikipedia.org/wiki/Messier_23

Hvernig vitna skal í þessa grein

  • Sævar Helgi Bragason (2012). Messier 23. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/stjornuskodun/djupfyrirbaeri/messierskrain/messier-23 (sótt: DAGSETNING).