Messier 41
Lausþyrping í Stórahundi
Tegund: | Lausþyrping |
Stjörnulengd: |
06klst 46,0mín |
Stjörnubreidd: |
-20° 46" |
Fjarlægð: |
2.300 ljósár |
Sýndarbirtustig: |
+4,5 |
Stjörnumerki: | Stórihundur |
Önnur skráarnöfn: |
NGC 2287 |
Ítalski stjörnufræðingurinn Giovanni Batista Hodierna skrásetti þyrpinguna fyrstur manna einhvern tímann fyrir árið 1654. Hún varð þó ekki almennt þekkt fyrr en eftir að John Flamsteed fann hana en honum var ekki kunnugt um uppgötvun Hodierna. Franski stjörnufræðingurinn Charles Messier bætti henni við skrá sína 16. janúar árið 1765.
Hugsanlegt er að Grikkinn Aristóteles hafi séð þyrpinguna með berum augum árið 325 f.Kr.
Messier 41 er í um 2.350 ljósára fjarlægð frá jörðinni og er um 25 ljósár í þvermál. Hún inniheldur um 100 stjörnur, þar á meðal nokkra rauða eða appelsínugula risar. Bjartasta stjarnan gul-appelsínugulur K3 risi sem er 700 sinnum bjartari en sólin okkar. Aldur þyrpingarinnar er talinn milli 190 og 240 milljónir ára. Þyrpingin stefnir í átt að okkur á 34 km hraða á sekúndu.
Á himninum
Messier 41 er stór og nokkuð björt lausþyrping um það bil 4 gráður suður af stjörnunni Síríusi, björtustu stjörnu næturhimins. Með berum augum rétt glittir í daufan þokublett, álíka stóran og fullt tungl. Handsjónauki sýnir nokkrar stjörnur í henni en best er að skoða hana með stjörnusjónauka við litla stækkun. Gott er að nota stjörnukort af Stórahundi til að finna þyrpinguna.
Tengt efni
Heimildir
-
SkySafari hugbúnaðurinn
Hvernig vitna skal í þessa grein
- Sævar Helgi Bragason (2012). Messier 41. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/stjornuskodun/djupfyrirbaeri/messierskrain/messier-41 (sótt: DAGSETNING).