Messier 55
Kúluþyrping í Bogmanninum
Tegund: | Lausþyrping |
Stjörnulengd: |
19klst 39mín |
Stjörnubreidd: |
-30° 57" |
Fjarlægð: |
17.300 ljósár |
Sýndarbirtustig: |
+7,42 |
Stjörnumerki: | Bogmaðurinn |
Önnur skráarnöfn: |
NGC 6809 |
Franski stjörnufræðingurinn Nicolas Louis de Lacaille uppgötvaði þyrpinguna 16. júní árið 1752 á meðan hann var við athuganir í Suður Afríku. Landi hans Charles Messier hafði leitað að henni nánast sleitulaust frá árinu 1764 þegar hann fann hana loks þann 24. júlí árið 1778.
Þyrpingin ber líka skráarheitið NGC 6809 í New General Catalogue skránni sem tekin var saman seint á nítjándu öld.
Messier 55 er fremur stór en gisin kúluþyrping. Hún er um 100 ljósár í þvermál og í um 17.300 ljósára fjarlægð frá jörðinni.
Messier 55 er of sunnarlega á himinhvelfingunni til að sjást frá Íslandi. Til að sjá hana vel þarf að fara allt suður til Miðjarðarhafsins en til að finna hana er nauðsynlegt að styðjast við stjörnukort af Bogmanninum.
Tengt efni
Heimildir
Hvernig vitna skal í þessa grein
- Sævar Helgi Bragason (2012). Messier 55. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/stjornuskodun/djupfyrirbaeri/messierskrain/messier-55 (sótt: DAGSETNING).