Messier 6

Fiðrildaþyrpingin í Sporðdrekanum

  • Messier 6, Fiðrildaþyrpingin, Sporðdrekinn
    Fiðrildaþyrpingin Messier 6 í Bogmanninum. Mynd: Wikimedia CommonsM
Helstu upplýsingar
Tegund: Lausþyrping
Stjörnulengd:
17klst 40,1mín
Stjörnubreidd:
-32° 13′
Fjarlægð:
1.600 ljósár
Sýndarbirtustig:
+4,2
Stjörnumerki: Sporðdrekinn
Önnur skráarnöfn:
NGC 6405

Hugsanlegt er að egipski stjörnufræðingurinn Ptólmæos hafi séð þyrpinguna með berum augum á 1. öld e.Kr. á sama tíma og hann sá nágrannaþyrpinguna Messier 7 en það kann að vera ólíklegt. Þess vegna er ítalski stjörnufræðingurinn Giovanni Battista Hodierna talinn hafa fundið þyrpinguna fyrir árið 1654. Frakkinn Philippe Loys de Chéseaux var ekki kunnugt um uppgötvun Hodierna og uppgötvaði þyrpinguna sjálfur árin 1745-46. Þann 23. maí 1764 skrásetti loks Charles Messier þyrpinguna.

Flestar stjörnur Fiðrildaþyrpingarinnar eru heitar og bláar B-stjörnur. Bjartasta stjarnan er breytistjarnan BM Scorpii (HD 160371), gulur eða appelsínugulur K-risi með sýndarbirtustig sem sveiflast milli +5,5 og +7. Í gengum sjónauka og á ljósmyndum sést sterkur litamunur milli gula risans og bláu nágrannanna.

Mælingar benda til að Fiðrildisþyrpingin sé í um 1.600 ljósára fjarlægð og sé 12 ljósár á breidd. Þyrpingin sést ekki frá Íslandi vegna þess hve sunnarlega á himinhvolfinu hún er en mjög auðvelt er að finna hana með stjörnukorti af Sporðdrekanum.

Tengt efni

Heimildir

  1. Messier 6, SEDS Messier pages

  2. en.wikipedia.org/wiki/Butterfly_Cluster

Hvernig vitna skal í þessa grein

  • Sævar Helgi Bragason (2012). Messier 6. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/stjornuskodun/djupfyrirbaeri/messierskrain/messier-6 (sótt: DAGSETNING).