Messier 7

Lausþyrping í Sporðdrekanum

  • Messier 7, lausþyrping, Sporðdrekinn, þyrping Ptólmæosar
    Lausþyrpingin Messier 7 í Sporðdrekanum. Mynd: N.A.Sharp, REU program/NOAO/AURA/NSF
Helstu upplýsingar
Tegund: Lausþyrping
Stjörnulengd:
17klst 53,9mín
Stjörnubreidd:
-34° 49′
Fjarlægð:
8-1.000 ljósár
Sýndarbirtustig:
+3,3
Stjörnumerki: Sporðdrekinn
Önnur skráarnöfn:
NGC 6475

Messier 7 er stór og björt og sést leikandi með berum augum við odd Sporðdrekans. Menn hafa þekkt þyrpinguna lengi. Sá sem lýsti henni fyrstur var egipski stjörnufræðingurinn Ptólmæos í riti sínu Almagest árið 130 e.Kr. Árið 1654 taldi ítalski stjörnufræðingurinn Giovanni Batista Hodierna 30 stjörnur í þyrpingunni. Þann 23. maí árið 1764 færði Frakkinn Charles Messier þyrpinguna í skrá sína yfir fyrirbæri sem líktust halastjörnum á himninum.

Talið er að Messier 7 sé í um 800-1000 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Það þýðir að þvermál hennar er 18-25 ljósár. Líklegt er að þyrpingin sé í kringum 220 milljón ára gömul. Bjartasta stjarnan í henni er gulur risi af birtustigi +5,6.

Með litlum stjörnusjónauka er hægt að sjá um 80 stjörnur í þyrpingunni. Hún sést ekki frá Íslandi vegna þess hve sunnarlega á himinhvolfinu hún er en mjög auðvelt er að finna hana.

Tengt efni

Heimildir

  1. Messier 7, SEDS Messier pages

  2. en.wikipedia.org/wiki/Messier_7

Hvernig vitna skal í þessa grein

  • Sævar Helgi Bragason (2012). Messier 7. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/stjornuskodun/djupfyrirbaeri/messierskrain/messier-7 (sótt: DAGSETNING).