Messier 75
Kúluþyrping í Bogmanninum
Tegund: | Lausþyrping |
Stjörnulengd: |
20klst 06mín 04,75s |
Stjörnubreidd: |
-21° 55´16,02" |
Fjarlægð: |
67.500 ljósár |
Sýndarbirtustig: |
+9,18 |
Stjörnumerki: | Bogmaðurinn |
Önnur skráarnöfn: |
NGC 6864 |
Franski stjörnufræðingurinn Pierre Méchain uppgötvaði þyrpinguna aðfaranótt 28. ágúst árið 1780. Landi hans Charles Messier skoðaði þyrpinguna 5. og 18. október sama ár og bætti henni þá í skrá sína yfir þokukennd fyrirbæri á himninum sem líktust halastjörnum. Árið 1784 greindi William Herschel sundur stjörnur í þyrpingunni og lýsti henni sem lítilli útgáfu af Messier 3.
Messier 75 er mjög þétt kúluþyrping og um 130 ljósár á breidd. Hún er í um það bil 67.500 ljósára fjarlægð frá jörðinni og um 47.600 ljósár frá miðju Vetrarbrautarinnar. M75 er því með fjarlægustu fyrirbærum Messierskrárinnar.
Á himninum
Messier 75 er það sunnarlega á himinhvolfinu að hún rís aldrei hátt yfir sjóndeildarhringinn á Íslandi. Þó er með góðum vilja hægt að sjá hana við myrkur á hausthimninum, í lok ágúst og snemma í september. Nota þarf stjörnukort af Bogmanninum til að finna þyrpinguna sem er við austurjaðar merkisins. Sökum mikillar fjarlægðar þarf meðalstóra eða stóra áhugamannasjónauka til að greina stjörnur í henni.
Tengt efni
Heimildir
Hvernig vitna skal í þessa grein
- Sævar Helgi Bragason (2012). Messier 75. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/stjornuskodun/djupfyrirbaeri/messierskrain/messier-75 (sótt: DAGSETNING).