Messier 85

Linsulaga vetrarbraut í Bereníkuhaddi

  • Messier 85, linsulaga vetrarbraut, Bereníkuhaddur
    Messier 85, linsulaga vetrarbraut í Bereníkuhaddi. Mynd: NASA/ESA/WikiSky
Helstu upplýsingar
Tegund: Linsulaga vetrarbraut
 Gerð: SA(s)0 pec
Stjörnulengd:
12klst 25mín 24,0s
Stjörnubreidd:
+18° 11′ 28"
Fjarlægð:
60 milljón ljósár
Sjónstefnuhraði:
729 ± 2 km/s
Sýndarbirtustig:
+10
Stjörnumerki: Bereníkuhaddur
Önnur skráarnöfn:
NGC 4382

Franski stjörnufræðingurinn Pierre Méchain uppgötvaði þokuna 4. mars 1781. Hann tilkynnti landa sínum og vini Charles Messier um uppgötvunina sem leiddi til þess að Messier hóf sjálfur kerfisbundna rannsókn á þessu svæði á himninum. Þann 18. mars sama ár skrásetti Messier sjö önnur þokukennd fyrirbæri á sama svæði á himninum, allt vetrarbrautir í Meyjarþyrpingunni en líka kúluþyrpinguna Messier 92.

Messier 85 er í um 60 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hún er linsulaga vetrarbraut, um 125.000 ljósár í þvermál og tilheyrir Meyjarþyrpingunni, safni um það bil 1.300 vetrarbrauta. Í henni eru aðeins gamlar, gulleitar stjörnur. Messier 85 er í nyrsta hluta Meyjarþyrpingarinnar og tilheyrir þess vegna stjörnumerkinu Bereníkuhaddi.

Þann 20. desember 1960 sást sprengistjarna í M85, SN 1960R. Hún náði mest sýndarbirtunni +11,7 og var af gerð I.

Á himninum

Messier 85 er um hálfa leið milli stjarnanna Epsilon í Meyjunni og Beta í Ljóninu en gott er að nota stjörnukort af Bereníkuhaddi til að finna hana. Í gegnum meðalstóra og stóra stjörnusjónauka sést bjartur hringlaga kjarni sem dofnar til jaðranna.

Tengt efni

Heimildir

Hvernig vitna skal í þessa grein

  • Sævar Helgi Bragason (2012). Messier 85. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/stjornuskodun/djupfyrirbaeri/messierskrain/messier-85 (sótt: DAGSETNING).