Messier 85
Linsulaga vetrarbraut í Bereníkuhaddi
Tegund: | Linsulaga vetrarbraut |
Gerð: | SA(s)0 pec |
Stjörnulengd: |
12klst 25mín 24,0s |
Stjörnubreidd: |
+18° 11′ 28" |
Fjarlægð: |
60 milljón ljósár |
Sjónstefnuhraði: |
729 ± 2 km/s |
Sýndarbirtustig: |
+10 |
Stjörnumerki: | Bereníkuhaddur |
Önnur skráarnöfn: |
NGC 4382 |
Franski stjörnufræðingurinn Pierre Méchain uppgötvaði þokuna 4. mars 1781. Hann tilkynnti landa sínum og vini Charles Messier um uppgötvunina sem leiddi til þess að Messier hóf sjálfur kerfisbundna rannsókn á þessu svæði á himninum. Þann 18. mars sama ár skrásetti Messier sjö önnur þokukennd fyrirbæri á sama svæði á himninum, allt vetrarbrautir í Meyjarþyrpingunni en líka kúluþyrpinguna Messier 92.
Messier 85 er í um 60 milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hún er linsulaga vetrarbraut, um 125.000 ljósár í þvermál og tilheyrir Meyjarþyrpingunni, safni um það bil 1.300 vetrarbrauta. Í henni eru aðeins gamlar, gulleitar stjörnur. Messier 85 er í nyrsta hluta Meyjarþyrpingarinnar og tilheyrir þess vegna stjörnumerkinu Bereníkuhaddi.
Þann 20. desember 1960 sást sprengistjarna í M85, SN 1960R. Hún náði mest sýndarbirtunni +11,7 og var af gerð I.
Á himninum
Messier 85 er um hálfa leið milli stjarnanna Epsilon í Meyjunni og Beta í Ljóninu en gott er að nota stjörnukort af Bereníkuhaddi til að finna hana. Í gegnum meðalstóra og stóra stjörnusjónauka sést bjartur hringlaga kjarni sem dofnar til jaðranna.
Tengt efni
Heimildir
Hvernig vitna skal í þessa grein
- Sævar Helgi Bragason (2012). Messier 85. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/stjornuskodun/djupfyrirbaeri/messierskrain/messier-85 (sótt: DAGSETNING).