Messier 92
Kúluþyrping í Herkúlesi
Tegund: | Kúluþyrping |
Stjörnulengd: |
17klst 17mín 07,27s |
Stjörnubreidd: |
+43° 08′ 11,5" |
Fjarlægð: |
26.700 ljósár |
Sýndarbirtustig: |
+6,3 |
Stjörnumerki: | Herkúles |
Önnur skráarnöfn: |
NGC 6341 |
Þýski stjörnufræðingurinn Johann Elert Bode uppgötvaði þyrpinguna árið 1777. Charles Messier var ókunnugt um uppgötvun Bodes og fann hana sjálfur 18. mars 1781, sömu nótt og hann skrásetti átta önnur fyrirbæri, allt vetrarbrautir í Meyjunni (M84-M91). Skaftáreldaárið 1783 greindi William Herschel fyrstur manna stakar stjörnur í þyrpingunni.
Messier 92 er í um 26.700 ljósára fjarlægð, örlítið meira en nágranninn Messier 13. Hún er um 109 ljósár í þvermál og inniheldur líklega nokkur hundruð þúsund stjörnur.
Á himninum
Messier 92 sést með berum augum við góðar aðstæður og er glæsileg að sjá í gegnum stjörnusjónauka. Gott er að nota meðalstækkun til að skoða hana. Hún sést líka sem daufur kúlulaga þokublettur í gegnum handsjónauka.
Nauðsynlegt er að nota stjörnukort til að finna þyrpinguna en hún er nokkru ofar á himninum en Messier 13.
Tengt efni
-
Kúluþyrping
Heimildir
Hvernig vitna skal í þessa grein
- Sævar Helgi Bragason (2012). Messier 92. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/stjornuskodun/djupfyrirbaeri/messierskrain/messier-92 (sótt: DAGSETNING).