Omegaþokan
Messier 17
Tegund: | Ljómþoka (rafað vetnisský) |
Stjörnulengd: |
18klst 20mín 26sek |
Stjörnubreidd: |
-16° 10′ 36″ |
Fjarlægð: |
5500 ljósár |
Sýndarbirtustig: |
+6,0 |
Hornstærð: |
11 bogamínútur |
Stjörnumerki: | Bogmaðurinn |
Önnur skráarnöfn: |
NGC 6818, Sharpless 45 |
Svissneski stjörnufræðingurinn Jean-Philippe Loys de Chéseaux uppgötvaði þokuna í kringum árið 1745. Frakkinn Charles Messier var í leit að halastjörnum þegar hann kom sjálfur auga á þokuna um tuttugu árum síðar og færði hana í fræga skrá sína, þá sautjándu í röðinni. Þessir fyrstu athugendur vissu ekki hvort þokan væri gasský eða fjarlæg þyrping stjarna sem væru of daufar til að sjá stakar. Árið 1866 skar William Huggins úr um það þegar hann notaði litrófsrita til að sýna fram á að Omegaþokan var glóandi gasský.
Omegaþokan er um 5.500 ljósára fjarlægð frá jörðinni og er um 15 ljósár að breidd. Í henni eru um 800 sólmassar af gasi sem margar nýjar sólir. Hún er ein yngsta og eitt massamesta stjörnumyndunarsvæði Vetrarbrautarinnar. Í henni hófst stjörnumyndun fyrir fáeinum milljónum ára og er enn í gangi í dag. Ungar, heitar og massamiklar stjörnur, faldar í þokunni, móta og lýsa hana upp með sterkri útfjólublárri geislun sinni og öflugum stjörnuvindum.
Í gegnum litla stjörnusjónauka minnir þokan marga á omega, síðasta stafinn í gríska stafrófinu. Aðrir sjá svan með áberandi langan en bogin háls. Á suðurhveli þykir þokan minna á humar.
Omegaþokan sést frá Íslandi, naumlega þó, og er alltaf mjög lágt á lofti. Auðvelt er að finna hana með stjörnukortinu hér.
Myndasafn
Omegaþokan á mynd New Technology Telescope
|
||
Omegaþokan á mynd VLT Survey Telescope
|
||
Omegaþokan á mynd Advanced Camera for Surveys á Hubble
|
||
Bleikleitur kjarni OmegaþokunnarHér sést miðja Omegaþokunnar á mynd sem tekin var með Very Large Telescope ESO. Myndin er ein sú skarpasta sem náðst hefur af þokunni frá jörðinni. Sjá nánar eso1201. Mynd: ESO |
||
Flamingói tekur mynd af SvansþokunniÞessi glæsilega nær-innrauða ljósmynd af hluta Svansþokunnar var tekin með FLAMINGOS-2, nýrri myndavél og litrófsrita fyrir innrautt ljós á Gemini suður sjónaukanum í Chile. Mynd: Gemini Observatory/AURA |
Tengt efni
-
Bogmaðurinn
Hvernig vitna skal í þessa grein
-
Sævar Helgi Bragason (2011). Omegaþokan. Stjörnufræðivefurinn http://www.stjornuskodun.is/stjornuskodun/djupfyrirbaeri/messierskrain/omegathokan sótt (DAGSETNING)